
Steinunn Eik
Architect & Artist
Bakgrunnur
Steinunn Eik Egilsdóttir, arkitekt og listamaður, er fædd á Akranesi 1988. Steinunn Eik lauk BA prófi í arkitektúr frá LHÍ 2011, meistaraprófi í arkitektúr frá Oxford Brookes háskóla í Englandi 2014 og framhaldsgráðu við Westminster háskóla í London 2018. Steinunn Eik hefur starfað sem arkitekt víða um heim, m.a. í þróunarlöndum, en vinnur nú sjálfstætt við hönnun og myndlist á Íslandi.
Í myndlistinni eru verk Steinunnar á mörkum málverka og skúlptúra, upphleypt með mikilli og grófri áferð. Innblástur verkanna er sóttur í íslenska náttúru og veðurfar. Hvert verk tekur langan tíma í vinnslu með áherslu á hugsun og alúð. Megin markmiðið er að hvert verk sé einstakt, en ekki fjöldaframleitt. Einnig sinnir Steinunn Eik verkefnum sem fela í sér hönnun og myndlist undir einum hatti með heildrænni nálgun.

PAST SHOWS:
HEIMÞRÁ 2024 / group show
Location: Akranes
All artwork sold out
JÖRÐ 2022 / solo show
Location: Vest design showroom, Reykjavik
All artwork sold out
FROST 2019 / solo show
Location: Listasalur Mosfellsbæjar
All artwork sold out

Nú fáanleg eftirprent í takmörkuðu upplagi af tveimur nýlegum verkum
EFTIRPRENT

Í starfi sínu blandar Steinunn Eik saman bæði arkitektúr og myndlist og
veitir sérhæfða þjónustu þar sem unnið er á heildrænan hátt með rýmið
Hafið samband í tölvupósti til að bóka heimsókn á vinnustofuna
Samfélagsmiðlar
Facebook síða: Steinunn Eik
Instagram síða: Steinunn Eik
Hafa samband
steinunneik@gmail.com
sími: 849 7085